Nýr innflytjandi á Íslandi
Velkomin til Íslands
- Það er stórt skref að flytja til nýs lands.
- Það getur tekið langan tíma að aðlagast breyttum aðstæðum, finna nýtt lífsviðurværi og skapa sér og fjölskyldu sinni gott heimili.
- Það er eðlilegt að upplifa margskonar tilfinningar á leiðinni, eins og gleði, bjartsýni, og tilhlökkun. En einnig tilfinningar eins og sorg, kvíða, vonbrigði, eftirsjá, þreytu og pirring.
- Þótt margt sé öðruvísi, skrýtið og erfitt er líka margt gott og áhugavert. Það er þess virði að vera forvitin/n og jákvæð/ur gagnvart nýjum hlutum.
- Stundum er sagt: „Góðir hlutir gerast hægt“. Sýndu þolinmæði, líka gagnvart sjálfum þér.
Námskeiðið Samfélagsfræðsla
- Markmið námskeiðsins eru fræðsla, umræður og innsýn í helstu þætti íslensks samfélags. Kaflarnir heita:
- Nýr innflytjandi á Íslandi
- Saga, landafræði og lífshættir
- Börn og fjölskyldur
- Heilbrigðismál
- Menntun og hæfni
- Atvinnulíf
- Lýðræði og velferðarsamfélag
- Kennsluefnið er á glærum á sjö tungumálum (íslensku, ensku, arabísku, kúrdísku, farsi, pólsku og spænsku). Það er bæði skrifað og lesið upp.
- Kennsluleiðbeiningar eru fyrir kennara.
- Myndbönd sem sýna þætti úr íslenskum veruleika eru í upphafi hvers kafla.
- Allt efnið er aðgengilegt á www.landneminn.is
Almennt um Ísland
- Ísland er eyja í Atlantshafi og er hluti af norður Evrópu.
- Landið er 103.000 km2 og íbúar rúmlega 364.000 (1. jan. 2020).
- Fólkið í landinu býr meðfram strandlengjunni en enginn á hálendinu.
- Langflestir búa á höfuðborgarsvæðinu.
- Höfuðborg Íslands heitir Reykjavík.
- Á Íslandi er mikið af fjöllum, fjörðum, dölum og víðáttu.
- Þar eru einnig jöklar og fossar og fáir skógar.
- Það snjóar oft á veturna og þá er dimmt – en mjög bjart á sumrin.
- Ísland er lýðveldi síðan 1944.
- Kosningar til alþingis eru á 4ja ára fresti. Ríkisstjórn er mynduð eftir kosningar.
- Ísland er friðsælt land með engan innlendan her.
- Kynjajafnrétti og mannréttindi eru fest í lög.
- Ísland er velferðarríki. Það þýðir m.a. að fólk greiðir tiltölulega háa skatta af launum en fær margvíslega þjónustu á móti.
- Fyrirtækjum og einstaklingum ber skylda til að greiða skatta af tekjum sínum til ríkisins.
- Mikilvægir atvinnuvegir á Íslandi eru sjávarútvegur og ferðamannaiðnaður.
- Landbúnaður (kjöt og grænmeti) er stundaður og einnig eru stórar virkjanir til að framleiða rafmagn.
- Margir vinna einnig í opinberri stjórnsýslu og þjónustu, í skólakerfinu og heilbrigðiskerfinu. Iðnaður og framleiðsla matvæla er líka stór þáttur í íslenskum vinnumarkaði.
Fjölmenningarsetur
- Fjölmenningarsetur (Multicultural and Information Center) er staðsett á Árnagötu 2-4, 400 Ísafirði.
- Fjölmenningarsetur er með vefsíðuna www.mcc.is
- Þar má finna ítarlegar og gagnlegar upplýsingar á mörgum tungumálum um flutning til landsins eða búsetu á Íslandi.
- Upplýsingagjöf í síma 450 3090 og netfang mcc@mcc.is
- Fjölmenningarsetur er opinber stofnun. Ráðgjöf til stofnana og sveitarfélaga um móttöku flóttafólks er eitt af verkefnum setursins.



