Fara í efni

Heilsuefling og forvarnir​

  • Það eru fáir sólardagar á Íslandi. Öllum er ráðlagt að taka inn D-vítamín (þorskalýsi eða D-vítamín töflur). Ráðlagður dagskammtur fer eftir aldri. ​
  • Sjúkraþjálfarar vinna bæði á sjúkrahúsum og á einkastofum. Þeir meðhöndla verki í stoðkerfinu. Hægt er að fá beiðni frá lækni til sjúkraþjálfara og greiða þá sjúkratryggingar stóran hluta af kostnaði. ​
  • Nuddarar og heilsuþjálfarar eru einnig starfandi á líkamsræktar-stöðvum og á einkastofum.​
  • Gönguhópar eru starfandi víða um land. Þeir eru sjálfstætt starfandi eða í tengslum við íþróttafélög og útivistarsamtök, www.utivist.is og www.ferdafelagid.is
  • Fólk leitar til sálfræðinga (eða geðlækna) til að fá hjálp við t.d. kvíða og þráhyggju eða til að vinna úr áföllum. ​
  • Sálfræði- og ráðgjafastofur bjóða einnig upp á hjónabands- og fjölskylduráðgjöf. ​
  • Sjúkratryggingar Íslands greiða ekki fyrir einkarekna sálfræðiþjónustu en hægt er að leita til stéttarfélags eða félagsþjónustu sveitarfélaga og óska eftir greiðsluþátttöku. ​
  • Sálfræðingar starfa einnig innan heilsugæslunnar og á sjúkrahúsum. ​
  • Líkamsræktarstöðvar eru margar á Íslandi. Þar er hægt að æfa í tækjasal eða sækja ýmis konar hóptíma í líkamsrækt. ​
  • Að stunda líkamsrækt er algengt á Íslandi, bæði hjá konum og körlum. ​
  • Sund er stór þáttur í menningu Íslendinga, hjá konum, körlum og börnum. Margir fara í sund á hverjum degi, hitta kunningja og spjalla saman í heitu pottunum. Margir innflytjendur – líka konur – fara í sund á Íslandi og finnst það frábært!​
  • Sundleikfimi er í boði í mörgum sundlaugum og er sérstaklega vinsæl meðal eldri borgara. ​
  • Í sundlaugunum eru heitir pottar, nuddpottar og gufubað. ​
  • Sund er mikil heilsubót, líka bara það að sitja úti í heitum potti! ​
  • Skipulögð leit við krabbameini í brjóstum og leghálsi fer fram á Íslandi.​
  • Skimun fyrir leghálskrabbameini hjá konum fer fram hjá heilsugæslunni um allt land. Hjúkrunarfræðingar og ljósmæður taka sýnin. ​
  • Konum á aldrinum 23-29 ára er boðið á 3ja ára fresti í skimun. Konum á aldrinum 30-65 ára er boðið í skimun á 5 ára fresti. ​
  • Landspítalinn sér um skimun fyrir krabbameini í brjóstum í samvinnu við Sjúkrahúsið á Akureyri. ​
  • Konum á aldrinum 40-74 ára er boðið í skimun við krabbameini í brjóstum á 2ja ára fresti. ​
  • Boð í skimun er sent bréflega og birtist líka rafrænt á www.island.is undir „mínar síður“.
  • Niðurstöður eru birtar rafrænt á www.island.is („mínar síður) og www.heilsuvera.is . Einnig er haft samband beint við konur ef ástæða er til.
  • Á www.heilsuvera.is er hægt að sjá boðanir, mætingar og niðurstöður skimana. Bæði eðlilegar niðurstöður og þegar tilefni er til nánari skoðunar.
  • Krabbamein í ristli hjá konum og körlum og blöðruhálsi (hjá körlum) er einnig algengt og nauðsynlegt að fylgjast með því frá 50 ára aldri.
  • Á Íslandi eiga allir að nota bílbelti í bílum. Bílbelti hafa bjargað mörgum mannslífum í umferðarslysum.
  • Börn eiga, lögum samkvæmt, alltaf að vera í barnabílstólum sem hæfa þyngd þeirra og aldri.
  • Börn eru einnig skyldug til að vera með reiðhjólahjálm þegar þau eru á hjóli.
  • Endurskinsmerki á úlpur og töskur eru nauðsynleg á veturna, bæði fyrir börn og fullorðna.

Andleg líðan - Hjálp

  • Neyðarlínan sími 112 og www.112.is (netspjall)​
  • Hjálparsími Rauða krossins. Hann er alltaf opinn, trúnaði heitið og ókeypis. Sími 1717 og netspjall á www.1717.is. ​
  • Píeta samtökin www.pieta.is, sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. S. 552 2218, alltaf opinn. ​
  • Landssamtökin Geðhjálp, www.gedhjalp.is, s. 570 1700. Hjá Geðhjálp starfa m.a. fagmenntaðir ráðgjafar sem veita þjónustu fyrir fólk með geðraskanir og aðstandendur þeirra án endurgjalds. Ráðgjafar eru bundnir trúnaði. ​
  • Hugarafl. Félagasamtök fólks sem hefur upplifað persónulega krísu og vinnur að persónulegum bata sínum. Fjölbreytt hópastarf. www.hugarafl.is S. 414 1550.​

 Fíkn - Hjálp

  • SÁÁ. Meðferð við áfengis- og fíknivanda fyrir karla, konur og ungmenni. Sálfræðiþjónusta fyrir börn alkóhólista. www.saa.is S. 530 7600.​
  • AA samtökin, www.aa.is Samtök karla og kvenna í bata frá áfengisfíkn. ​
  • Neyðarsímar AA samtakanna: s. 895-1050 Reykjavíkursvæðið, s. 849-4012 Akureyri og s. 777-5504 Reykjanes. AA fundir eru um allt land. ​
  • Um ofbeldi í nánum samböndum og aðstoð vegna þess, sjá kafla 3. Börn og fjölskyldur. ​

 Góð heilsa – gulli betri

  • Það bætir líkamlega og andlega heilsu:​
    • að sofa vel​
    • að borða hollan og góðan mat​
    • að hreyfa sig og styrkja líkamann​
    • að fara út daglega – líka á veturna og nýta dagsbirtuna​
    • að passa upp á streitu og hafa jafnvægi í lífinu​
    • að hugsa jákvætt​
    • að eiga góð samskipti við fjölskyldu og vini​
    • að gera það sem veitir manni ánægju​
    • að fá andlega næringu​
    • að reykja ekki​
    • að sleppa áfengi​

 

Má bæta efnið á síðunni?