Laun og skattar
- Á Íslandi eru laun yfirleitt greidd út mánaðarlega, um mánaðarmót. 
- Tekjur eftir skatt eru millifærðar á bankareikninga starfsmanna. 
- Launaseðillinn er lang oftast rafrænn og er sýnilegur undir „Mín skjöl“ í heimabanka fólks (á netinu). 
- Launaseðillinn sýnir útborguð laun, heildarlaun, greidda skatta og önnur launatengd gjöld. 
- Heildartekjur er upphæð launa fyrir frádrátt vegna skatta og launatengdra gjalda.
- Útborguð laun er upphæðin sem er millifærð á bankareikning. 
- Allt launafólk á að fá launaseðla þar sem koma fram tekjur og frádráttur. 
Launatengd gjöld 
- Launatengd gjöld eru til dæmis:
- greiðslur í lífeyrissjóð
- félagsgjald í stéttarfélag
- gjald í starfsmannafélag á vinnustaðnum
- matarkostnaður ef að starfsmaður borgar fyrir mat á vinnustaðnum. 
 
- Atvinnurekanda er einnig skylt að draga frá launum meðlagsgreiðslur með börnum eða ógreidd opinber gjöld og greiða ríkinu. 
- Allar greiðslur og allur frádráttur á að koma fram á launaseðlinum í hverjum mánuði. 
Skattar – mikilvæg stoð í velferðarríki
- Íslenska velferðarríkið byggir á því að fólk greiði skatta og önnur opinber gjöld. Skatttekjur ríkisins eru notaðar til að greiða opinbera þjónustu og félagslegar bætur. www.rsk.is 
- Öllum sem afla tekna (launafólk og verktakar) ber skylda til að greiða tekjuskatt og útsvar. 
- Tekjuskattur fer til ríkisins. 
- Útsvar er skattur sem fer til þess sveitarfélags þar sem maður býr. 
- Launagreiðanda er skylt að draga skatt af tekjum launþega og greiða ríkinu skattinn. 
- Launafólk greiðir misháa skatta og fer það eftir tekjum. 
- Skattakerfið byggir á skattaþrepum sem fara eftir tekjum fólks. 
- Að meðaltali greiðir fólk um 37,4% tekna sinna í skatt og launatengd gjöld. 
- Persónuafsláttur dregst frá skattinum. Afslátturinn er 59.665 kr. á mánuði á árinu 2023. https://www.rsk.is/einstaklingar/stadgreidsla/personuafslattur/ 
- Allir sem verða 16 ára á tekjuárinu og eldri og eru heimilisfastir á Íslandi eiga rétt á persónuafslætti. 
Skattframtal
- Öllum er skylt að skila skattframtali til skattayfirvalda í mars á hverju ári. Líka þeim sem þiggja félagslegar bætur eða örorkubætur. 
- Ef að einstaklingur skilar ekki inn skattframtali áætlar ríkisskattstjóri tekjur á viðkomandi!
- Skattframtal er rafrænt skjal þar sem koma fram allar tekjur, eignir, skuldir og skattgreiðslur ársins hjá viðkomandi. 
- Skattayfirvöld fara yfir skattframtalið og reikna út opinber gjöld sem allir þurfa að borga og bætur ef við á. 
- Vaxtabætur af húsnæðislánum og barnabætur til að styðja við barnafjölskyldur eru reiknaðar út frá skattframtali. Slíkar bætur eru tekju – og eignatengdar. 
- Skattframtalið er rafrænt. 
- Það er yfirleitt búið að setja inn allar upplýsingar fyrir fram eins og tekjur og frádreginn skatt af launaðri vinnu. 
- Það þarf að staðfesta framtalið og skila því inn með rafrænum hætti. Það er gert með veflykli eða rafrænum skilríkjum. 
- Skattframtali er skilað inn í mars ár hvert undir „Mínar síður“ á www.skattur.is (Þjónustuvefur). 
- Álagningarseðill kallast niðurstöðurnar frá skattinum af skattframtali hvers og eins. Þar koma fram opinber gjöld, bætur og hvort sé inneign eða skuld hjá viðkomandi. Álagningarseðillinn er rafrænn undir „Mínar síður“ á www.skattur.is