Fara í efni

Eldra fólk​

 • Aldraðir á Íslandi fá ellilífeyri frá ríkinu og oft greiðslur frá lífeyrissjóði. Upphæðin fer eftir dvalartíma á landinu og fyrri tekjum. ​
 • Flestir aldraðir búa á heimilum sínum eins lengi og þeir geta (eða alla ævi). ​
 • Margir fá aðstoð frá sínu sveitarfélagi (t.d. heimilisþrif, mat í hádeginu, lyfjaskömmtun eða aðstoð við böðun) eða nýta sér frístundastarf fyrir eldri borgara. ​
 • Fólk borgar fyrir þetta að hluta sjálft. ​
 • Hjúkrunarheimili eru fyrir aldrað fólk sem getur ekki búið lengur heima hjá sér. Aldraðir greiða að hluta fyrir dvöl á hjúkrunarheimili. ​
 • Á hjúkrunarheimilum er sólarhringsumönnun. Þar starfa m.a. starfsmenn í umönnun, sjúkraliðar, hjúkrunarfræðingar og læknar. ​
 • Sértæk heilsutengd vandamál fylgja oft hækkandi aldri, til að mynda:​
  • Kvíði og þunglyndi vegna verri heilsu og/eða einangrunar og einmanaleika.​
  • Minni matarlyst. Vannæring og veikara ónæmiskerfi getur fylgt í kjölfarið.​
  • Minnisglöp og heilabilun af ýmsum toga er einnig algeng meðal eldra fólks.

Kvef

 • Kvef er mjög algeng pest á Íslandi yfir vetrarmánuðina.​
 • Nefrennsli, hiti, hósti og hálsbólga geta fylgt kvefi. ​
 • Á Íslandi eru ekki gefin sýklalyf við fyrstu kvefeinkennum. ​
 • Mælt er með að halda sig heima, hvíla sig og taka væg verkjalyf og hóstastillandi lyf eftir þörfum (sem fást án lyfseðils í apótekum). ​
 • Það þarf ekki að óttast kvef - það lagast yfirleitt á 1-2 vikum. ​
 • Að sjálfsögðu skal leita til heilsugæslu ef kvef eða önnur veikindi lagast ekki á stuttum tíma. ​

Geðheilsa

 • Andleg veikindi og tilfinningaleg vandamál geta komið upp hjá öllum á lífsleiðinni. Þetta getur tengst erfiðum aðstæðum í samskiptum eða í lífinu. ​
 • Langvinnt álag og óöryggi getur valdið streitu (jafnvel áfallastreitu) og komið í kjölfar áfalla eins og veikinda, slyss, dauða eða reynslu af stríðsátökum og flótta. ​
 • Skammdegisþunglyndi upplifa sumir sem búa á Íslandi þegar dimmasti tími ársins er á landinu yfir háveturinn. ​
 • Á Íslandi er almennur skilningur á slíkum veikindum og talið sjálfsagt að fólk leiti sér lækninga og meðferðar við þeim. ​
 • Flestir sem flytja til annars lands upplifa ákveðið sálrænt ferli tengt breytingunum. Í upphafi finnur fólk fyrir bjartsýni og feginleika í nýja landinu. Eftir dálítinn tíma finna margir fyrir þunglyndi og neikvæðum hugsunum. Hjá flestum kemst þó smám saman á jafnvægi á líðan. ​
 • Stundum kemur andleg vanlíðan og kvíði fram sem líkamleg einkenni eins og höfuð- og magaverkir eða svefnleysi. ​
 • Mikilvægt er að horfa á heildarmyndina þegar leitað er ástæðu verkja og vanlíðunar. ​
 • Gott er að temja sér að vera óhrædd/ur við að segja frá líðan sinni og reynslu og spyrja heilbrigðisstarfsfólk og meðferðaraðila út í mögulegar ástæður fyrir vanlíðan og verkjum. ​
 • Heilsugæslan er fyrsti viðkomustaður vegna geðræns vanda. Heimilislæknar geta ávísað þunglyndis- og kvíðalyfjum og sent beiðni á geðlækna ef þurfa þykir. Sálfræðingar starfa einnig innan heilsugæslu. ​
 • Geðteymi eru starfandi bæði á heilsugæslustöðvum og sumum þjónustumiðstöðvum. Þar er veitt aðstoð og stuðningur á ýmsan hátt. ​
 • Bráðamóttaka geðsviðs Landspítala er á fyrstu hæð í geðdeildarbyggingu á Hringbraut. Opið er virka daga frá kl. 12:00 til 19:00 og 13:00 til 17:00 um helgar og á helgidögum. ​
 • Einnig er hægt að leita til bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi. ​

Fíknisjúkdómar

 • Tóbak er helsta orsök krabbameins og fleiri sjúkdóma sem koma mætti í veg fyrir. ​
 • Reykingar eru hættulegasta form tóbaksnotkunar og deyr allt að helmingur þeirra sem hafa reykt lengi vegna þeirra. ​
 • Munn- og neftóbak er einnig heilsuspillandi. ​
 • Aðstoð við að hætta að reykja eða nota tóbak er í boði, t.d. með ráðgjöf, námskeiði eða lyfjum. Sjá vörur í apótekum (t.d. nikótíntyggjó, nikótínplástra og nikótínúða). ​
 • Börnum yngri en 18 ára er óheimilt að kaupa og nota tóbaksvörur. ​
 • Of mikil áfengisneysla getur verið vandamál. Fólk reynir oft að fela neysluna og að hætta sjálft en gengur illa. ​
 • Áfengisfíkn er sjúkdómur sem hægt er að fá meðferð við. ​
 • Afeitrun og meðferð við áfengis- og eiturlyfjafíkn fer fram á sjúkrahúsinu Vogi sem er rekið af SÁÁ. www.saa.is
 • Langtímameðferðir fyrir bæði konur og karla eru einnig í boði í framhaldi af dvöl á Vogi. ​
 • AA samtökin hafa reynst mörgum vel til að ná og viðhalda bata frá áfengis- og vímuefnafíkn. www.aa.is
 • Lágmarksaldur til að kaupa áfengi er 20 ár.
 • Mikilli áfengis- og vímuefnaneyslu fylgja erfiðleikar og vanlíðan. Bæði hjá þeim sem neyta áfengis/vímuefna en ekki síður hjá fjölskyldu viðkomandi. ​
 • Kvíði, hræðsla, einangrun, rifrildi og ofbeldi einkenna þá oft heimilislífið. ​
 • Það telst til vanrækslu gagnvart barni ef það býr við öskur og háreysti á heimili sínu vegna áfengisneyslu foreldra/forráðamanna. ​
 • Fleiri tegundir af samtökum starfa á Íslandi sem hafa að markmiði að hjálpa fólki að ná og viðhalda bata í tengslum við ýmis konar vanda (t.d. matarfíkn, spilafíkn, meðvirkni, aðstandendur áfengisfíkla) 
Má bæta efnið á síðunni?