Fara í efni

Lífeyriskerfið​

  • Þegar fólk hættir að vinna vegna aldurs (67-70 ára) fær það ellilífeyri og oftast einnig greiðslur úr lífeyrissjóði. ​
  • Ellilífeyrir kemur frá ríkinu, frá almannatryggingum (Tryggingastofnun ríkisins). Réttindi fólks í almenna tryggingakerfinu tengjast lengd búsetu á Íslandi. www.tr.is
  • Lögum samkvæmt á allt launafólk og fólk með sjálfstæðan atvinnurekstur að greiða iðgjald í lífeyrissjóð, að lágmarki 15,5% af heildarlaunum – sem skiptist milli launþega og atvinnurekenda. Launamaður greiðir sjálfur 4 % og 11,5% er greitt af atvinnurekanda.​
  • Tilgangur lífeyrissjóða er að tryggja sjóðsfélögum ellilífeyri til æviloka. Greiðslur úr lífeyrissjóði koma einnig til móts við tekjumissi vegna örorku eða andláts maka. www.lifeyrismal.is
  • Lífeyrisgreiðslur ráðast af iðgjaldagreiðslum hvers einstaklings á starfsævinni og afkomu sjóðanna. ​
  • Sumir lífeyrissjóðir eru opnir öllum en aðrir bundnir við ákveðnar starfsgreinar. ​
  • Viðbótarlífeyrissparnaður er valfrjáls. Launafólk getur greitt 4% af heildarlaunum til viðbótar í lífeyrissjóð og fá þá mótframlag frá launagreiðanda. Mjög margir gera þetta. ​

Vinnumálastofnun

  • Vinnumálastofnun (VMST) er opinber stofnun sem starfar skv. lögum um vinnumarkaðsaðgerðir og lögum um atvinnuleysistryggingar. www.vmst.is
  • Almenn þjónusta Vinnumálastofnunar við einstaklinga er m.a. skráning, mat á færni, ráðgjöf, úrræði og vinnumiðlun. ​
  • Vinnumálastofnun er með aðalstöðvar í Reykjavík en rekur útibú í kringum landið. ​
  • Vinnumálastofnun greiðir út atvinnuleysisbætur. Þær eru alltaf tímabundið úrræði.​
  • Sá sem er á atvinnuleysisbótum þarf alltaf að vera virkur í atvinnuleit og vera tilbúinn að taka þátt í vinnumarkaðsaðgerðum.​
  • Einstaklingur getur samtals átt rétt á atvinnuleysisbótum í 30 mánuði frá því að hann sótti um bætur.​
  • Launafólk á aldrinum 18-70 ára á rétt á atvinnuleysisbótum að því tilskildu að það hafi áunnið sér tryggingarétt og uppfylli ýmis skilyrði.​
  • Til að geta átt rétt á atvinnuleysisbótum þarf einstaklingur að hafa heimild til að ráða sig í vinnu hér á landi án takmarkana.
    • Handhafar alþjóðlegrar verndar hafa ótakmörkuð dvalar- og atvinnuréttindi og geta því átt rétt á atvinnuleysisbótum að öðrum skilyrðum uppfylltum. ​
    • Handhafar dvalarleyfa á grundvelli mannúðarsjónarmiða og/eða bráðabirgðadvalarleyfi hafa takmarkaðar heimildir til að ráða sig til vinnu hér á landi og eiga því ekki rétt til greiðslu á atvinnuleysisbótum. (Fái þeir einstaklingar síðar útgefin ótímabundin dvalarleyfi þá geta þeir sótt um atvinnuleysisbætur.)​
  • Verkefni Vinnumálastofnunar eru m.a. að: ​
    • Halda skrá yfir laus störf og miðla upplýsingum um laus störf til atvinnuleitenda.​
    • Annast skráningu atvinnulausra og greiðslu atvinnuleysisbóta.​
    • Annast skipulag vinnumarkaðsúrræða eins og námskeiða, starfsúrræða, ráðgjafar og atvinnutengdrar endurhæfingar. ​
    • Halda utan um, afla og miðla upplýsingum um atvinnuástand á landinu.​
    • Annast útgáfu atvinnuleyfa og skráningu útlendinga á vinnumarkaði. ​
    • Annast eftirlit með erlendu vinnuafli í samstarfi við önnur stjórnvöld. ​
    • Vinna að því að tryggja erlendum ríkisborgurum sömu launakjör og aðrir starfsmenn á íslenskum vinnumarkaði. ​
    • Starfrækja flóttamannateymi og alþjóðadeild sem leita úrræða og sinna þjónustu við fólk af erlendum uppruna sem tengjast virkni á vinnumarkaði.

Skattsvik

  • Stundum vinnur fólk og fær laun sem eru ekki gefin upp opinberlega og fólk borgar enga skatta. Það er kallað að „vinna svart“.​
  • Slík atvinnustarfsemi er ólögleg og refsiverð. ​
  • Atvinnurekandi sem greiðir ekki skatta af starfsemi sinni og starfsfólk sem greiðir ekki skatta af tekjum sínum leggur ekki sitt af mörkum til samfélagsins. ​
  • Skatttekjur eru notaðar til að standa undir þjónustu og framkvæmdum sem gagnast öllum í samfélaginu. ​

 Að vinna svart – hvað þýðir það?

  • Að vinna svart þýðir fyrir einstakling:​
    • Engin laun í veikindafríi.​
    • Ekki laun í sumarfríi.​
    • Engin söfnun lífeyrisréttinda.​
    • Enginn réttur til atvinnuleysisbóta.​
    • Engin slysatrygging vegna starfs.​
    • Minni möguleikar á bankaláni eða húsnæðisláni.​
    • Minni möguleikar á að fá íbúð til leigu.​
    • Ekki ráðningarsamningur, meðmæli eða skráð starfsreynsla.​
    • Erfiðara að fá önnur störf. ​
Má bæta efnið á síðunni?