Fara í efni

Börn og fjölskyldur

Fjölskyldan og heimilishald

 • Flestir á Íslandi búa með öðrum fjölskyldumeðlimum eða vinum/samleigjendum en aðrir einir. ​
 • Heimili samanstendur af fólki sem býr saman og deilir kostnaði eða einstaklingi sem býr út af fyrir sig. ​
 • Fjölskylduformin eru margvísleg, t.d. einstætt foreldri með börnum sínum, hjón með börn úr fyrri samböndum, samkynhneigð hjón með börn eða fólk í sambúð. ​
 • Gæludýr eru nokkuð algeng á Íslandi, sérstaklega hundar og kettir. ​
 • Aldraðir búa á eigin heimili eins lengi og hægt er. Margir fá þjónustu frá sínu sveitarfélagi eins og tilbúinn mat sendan heim, þrif á heimilinu og heimahjúkrun. ​
 • Hjúkrunarheimili eru fyrir aldraða sem þurfa mikla aðstoð og aðhlynningu. ​
 • Á Íslandi fæðast rúmlega 4000 börn á ári. Meðalaldur kvenna við fæðingu er 28 ár. ​
 • Það er algengt að fólk búi saman sem par og eignist börn áður en það giftir sig. ​
 • Samsetning fjölskyldna er með ýmsum hætti. Börn búa oft til skiptis hjá móður sinni og föður sínum ef foreldarnir búa ekki saman. Stundum eru nýir makar og hálfsystkini hluti af fjölskyldum. ​
 • Samkynhneigð pör mega giftast, ættleiða börn og/eða fara í frjósemismeðferðir. ​
 • Einhleypum konum stendur einnig til boða að ættleiða barn og/eða fara í tæknifrjóvgun. www.island.is/ofrjosemi-og-taeknifrjovgun
 • Staðgöngumæðrun er óheimil á Íslandi. ​

Húsnæði

 • Á Íslandi býr fólk í einbýlishúsum, raðhúsum, fjölbýlishúsum eða á sveitabæjum.​
 • Á Íslandi eru flest hús hituð upp með hitaveituvatni.​
 • Húsin eru sterkbyggð og þola vel kulda og jarðskjálfta.​
 • Flestir búa í eigin húsnæði en leigumarkaðurinn er einnig stór. ​
 • Stundum leigir fólk iðnaðarhúsnæði til að búa í en það getur verið hættulegt og heilsuspillandi. ​
  • Mikil hætta getur skapast í eldi vegna þess að brunavarnir í iðnarhúsnæði eru ekki miðaðar við íbúðarhúsnæði. ​
  • Slíkt húsnæði er kallað ósamþykkt og geta yfirvöld lokað því. ​

Húsnæði – að kaupa

 • Fólk kaupir íbúð eða hús í gegnum fasteignasölur. Húsnæði til sölu er auglýst í blöðum og á netinu. Fasteignasölur eiga að gæta hagsmuna bæði kaupenda og seljenda og sjá um að allt sé gert á löglegan hátt. ​
 • Það er hægt að fá lán í banka eða hjá lífeyrissjóðum. Það þarf samt alltaf að eiga eitthvað eigið fé sjálfur fyrir útborgun í íbúð. ​
 • Kaupendur þurfa að skoða vel sjálfir hvernig húsnæðislán þeir vilja taka. Lán eru verðtryggð eða óverðtryggð, með misháa vexti og til mislangs tíma. www.aurbjorg.is
 • Hlutdeildarlán er úrræði fyrir tekju- og eignaminni einstaklinga sem eru að kaupa íbúð í fyrsta skipti. www.hlutdeildarlan.is
 • Vaxtabætur fást af húsnæðislánum. Þær eru bæði tekju- og eignatengdar. ​

Húsnæði – að leigja

Húsnæði – helstu gjöld

 • Ef að fólk á íbúð eða hús þarf að borga:​
  • Afborgun af húsnæðisláni.​
  • Fasteignagjöld (skattur af húsnæði til sveitarfélagsins).​
  • Tryggingar af húsnæði (brunatrygging og innbústrygging).​
  • Hita og rafmagn.​
  • Vatns- og frárennslisgjald.​
  • Hússjóð (ef fólk býr í fjölbýlishúsi borgar það fyrir sameiginlegan kostnað fyrir húsið). ​
 • Ef að fólk leigir íbúð eða hús eru yfirleitt öll gjöld innifalin í leiguverðinu. ​

 Húsnæði – Þrif, raki og mygla

 • Á Íslandi er oft heitt inni í húsum og kalt úti og þá myndast raki í gluggum sem getur valdið myglu og skemmdum. Þess vegna er mikilvægt að þurrka raka, opna glugga og lofta vel út daglega. Líka á veturna. Raki og mygla skemma húsnæði. ​
 • Það er mikilvægt að hella ekki vatni á gólf og innréttingar til að þrífa. Gólf á Íslandi eru yfirleitt parketlögð og innréttingar eru úr tréplötum. Of mikið vatn eyðileggur gólf og innréttingar. Slíkt getur verið skaðabótaskylt hjá leigjendum. ​
 • Venjuleg heimilisþrif felast í að þurrka af með rökum klút, ryksuga gólf og þvo gólfin með rakri moppu sem er undin vel upp úr heitu (sápu)vatni. Vaskar og hreinlætistæki eru skrúbbuð með svampi og viðeigandi hreinsiefnum.​
 • Allskonar hreinsiefni eru til og sjálfsagt að velja umhverfisvænar vörur. ​

 Fjölbýli – Sameign og umgengni

 • Sameign heitir sameiginleg eign íbúa í fjölbýli. ​
  • Sameign er: Stigagangur, hjólageymsla og ruslageymsla, bílastæði (eða bílastæðahús) og lóð. Það á ekki að geyma neitt auka dót eins og húsgögn, tæki eða dekk í sameign. ​
  • Stundum skiptast íbúar á að ryksuga stigagang, skipta um ruslatunnur og slá gras en stundum kaupa húsfélög slíka þjónustu. ​
  • Að flokka rusl er mikilvægt. Langflest hús hafa endurvinnslutunnur. Oftast er flokkað í pappír, plast, lífrænt (matarafgangar) og svo annað rusl . ​
  • Líka skal flokka dósir, gler og ál (niðursuðudósir) og fara með það sjálfur í endurvinnslugáma í hverfinu sínu. ​
  • Það á að setja allt óendurvinnanlegt rusl í poka og loka honum vel áður en ruslinu er hent í ruslatunnur/ruslarennur í sameign. ​

 Húsnæði - fjölbýlishús

 • Húsfélög eru í fjölbýlishúsum. Kosið er í stjórn húsfélaga (formaður og gjaldkeri) Fyrir öllum meiriháttar ákvörðunum um framkvæmdir í húsinu þarf samþykki meirihluta íbúa á fundi. ​
 • Það er mikilvægt að þekkja hvaða reglur eru í gildi í þínu fjölbýlishúsi. Ef þú ert ekki viss skaltu bara banka hjá nágranna og spyrja – það þykir hið besta mál. ​
 • Góð umgengni, tillitssemi og samvinna íbúa er mikilvæg í fjölbýlishúsum​

Myndband

Má bæta efnið á síðunni?