Fara í efni

Fæðing barns – réttur til fæðingarorlofs

 • Fæðingarorlof eru samtals 12 mánuðir frá árinu 2021. ​
 • Sjálfstæður réttur hvors foreldris um sig er 6 mánuðir, heimilt er að framselja allt að 6 vikur til hins foreldrisins. ​
 • Fæðingarorlofssjóður greiðir fæðingarorlof og er það tekjutengt. Rétturinn til að fá fæðingarorlof tengist bæði tíma og hlutfalli á vinnumarkaði áður en barn fæðist. Fólk vinnur sér inn þessi réttindi. ​
 • Námsmenn geta einnig sótt um fæðingarorlof ef þeir eignast barn á meðan á námi stendur, að uppfylltum skilyrðum um námsframvindu.​
 • Þeir sem eignast barn og eru hvorki að vinna né í námi geta sótt um fæðingarstyrk. Sá styrkur er ekki hár. www.vinnumalastofnun.is/faedingarorlofssjodur

Umönnunarbætur vegna fatlaðra barna

 • Umönnunarbætur eru fyrir forráðamenn fatlaðra eða langveikra barna. ​
 • Þær eru til að veita fjárhagslegan stuðning við umönnun þeirra og mæta útgjöldum sem fylgja börnunum. www.tr.is/fjolskyldur/umonnunargreidslur
 • Umönnunargreiðslur má greiða frá fæðingu til 18 ára aldurs. ​
 • Dæmi um þjónustu fyrir foreldra fatlaðra barna er regluleg skammtímavistun fyrir fatlaða sem er hvíldarúrræði fyrir foreldra og systkini. Liðveisla er t.d. þegar starfsmaður sinnir afþreyingu fyrir barn eða fullorðinn með fötlun. ​
 • Ef grunur leikur á um þroskafrávik barns er fyrsti viðkomustaður heilsugæslan (sjá kafla 4). ​

Dagforeldrar

 • Hjá dagforeldrum er hægt að fá dagvistun í heimahúsi fyrir börn frá 6 mánaða aldri. Dagforeldrar sinna umönnun og uppeldi og bera ábyrgð á andlegri og líkamlegri velferð barna í þeirra umsjón. ​
 • Þeir starfa sjálfstætt en samkvæmt leyfi frá sveitarfélaginu þar sem þeir starfa, sem sinnir jafnframt lögbundnu eftirliti og ráðgjöf til dagforeldra. ​
 • Dagforeldrar sjá sjálfir um skráningu og innritun barna.​
 • Gjaldskrá er frjáls og hvert dagforeldri setur fram sína gjaldskrá en sveitarfélög greiða niður hluta dagvistunargjalda.​
 • Til að gerast dagforeldri þarf að uppfylla ýmis skilyrði, sækja námskeið og fá leyfi frá sveitarfélagi. ​

Réttur barna og unglinga á Íslandi

 • Það er 10 ára skólaskylda á Íslandi. Frá 6-16 ára (1.-10. bekkur). ​
 • Ungmenni eiga rétt á framhaldsskólamenntun (16-18 ára). ​
 • Foreldrar bera ábyrgð á því að börn þeirra gangi í skóla og sinni heimanámi. ​
 • Foreldrar hafa bæði rétt á og ber skylda til að taka þátt í og fylgjast með menntun barna sinna. ​
 • Nemendur af erlendum uppruna eiga rétt á sérstakri kennslu í íslensku.​
 • Grunnskólar nota túlka og þýðingar á upplýsingum sem eru nauðsynlegar vegna samskipta kennara og foreldra.​
 • Almenna reglan er að börn fara í grunnskóla í sínu hverfi og fylgja sínum aldri í bekk, óháð getu eða skólagöngu áður en þau komu til Íslands.​

Nokkur atriði varðandi rétt barna og unglinga

 • 10 ára barn má fara eitt í sund (ef það er synt), en það er á ábyrgð foreldra að senda ekki ósynt barn eitt í sund.​
 • 12 ára barn á rétt á því að vera með í ráðum varðandi læknismeðferð.​
 • 12 ára barn má ákveða sjálft hvort það vill ganga í trúfélag eða segja sig úr því.​
 • 15 ára unglingur er sjálfstæður aðili barnaverndarmáls.​
 • 15 ára unglingur er sakhæfur. Refsa má fyrir afbrot.​
 • Refsivert er að stunda kynlíf með einstaklingi yngri en 15 ára. ​
 • 16 ára unglingur má leita til læknis/á heilsugæslu án vitundar foreldra.​
 • Á árinu sem unglingur verður 16 ára ber honum að greiða skatta af tekjum sínum og að greiða iðgjald í lífeyrissjóð. ​
 • 17 ára ungmenni geta tekið bílpróf eða próf á mótorhjól.​
 • Einstaklingar verða lögráða við 18 ára aldur og eru þá sjálfráða og fjárráða. ​

 Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna – nokkur mikilvæg atriði úr sáttmálanum

 • Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna er í gildi á Íslandi. ​
 • Þegar barn fæðist er skylt að tilkynna fæðinguna til Þjóðskrár (læknir, ljósmóðir eða móðirin). Skrá þarf nafn móður og föður auk upplýsinga um hvort þau búi saman. www.skra.is
 • Foreldrar bera ábyrgð á börnum sínum og börn eiga rétt á umhyggju þeirra. ​
 • Foreldrum er skylt að sjá um framfærslu barna sinna, það er að þau fái mat, klæði, húsaskjól og annað sem fylgir uppbyggilegu líferni. Framfærsluskyldan varir á meðan ungmenni eru í framhaldsskóla, þótt 18 ára aldri hafi verið náð. ​
 • Foreldrum er skylt að taka ákvarðanir í persónulegum málum barna sinna. Skoðun barns fær aukið vægi samfara auknum þroska þess og á 7 ára gamalt barn rétt á að láta skoðun sína í ljós. ​
 • Foreldrum er skylt að setja hagsmuni barna ávallt í fyrsta sæti. ​
 • Barnasáttmálinn bannar ofbeldi og misnotkun gagnvart börnum. ​
 • Barn á rétt á að þekkja báða foreldra sína og umgangast þá báða þótt þeir búi ekki saman. ​

 

Má bæta efnið á síðunni?