Fara í efni

Verktakavinna​

  • Sá sem tekur að sér, gegn endurgjaldi, að vinna eða annast um tiltekið verk fyrir annan aðila og ábyrgist árangur verksins telst verktaki. ​
  • Verktaki gefur út reikninga fyrir vinnu sína og borgar sjálfur skatta og launatengd gjöld. ​
  • Verktaki þarf að skila skattframtali og tiltaka tekjur og gjöld (kostnað). ​
  • Atvinnurekandi (verktaki) sem hefur fólk í vinnu (starfsmenn/launamenn) kallast einnig vinnuveitandi og ber tilteknar skyldur sem slíkur.​

Eigin atvinnurekstur

  • Áður en rekstur hefst þarf að tilkynna um reksturinn til ríkisskattstjóra hvort sem hann er rekinn í félagi eða á kennitölu einstaklings (einstaklingsrekstur). ​
  • Einnig þarf að tilkynna breytingar á rekstrinum sem og lok rekstrar (ef fyrirtæki hættir). ​
  • Í eigin atvinnurekstri þarf að halda vel utan um fjármálin:​
    • Færa bókhald og greiða virðisaukaskattinn reglulega.​
    • Skrá tekjur jafnóðum og þær berast. ​
    • Gefa út reikninga. ​
    • Skila ársreikningi eftir lok hvers rekstrarárs. ​
    • Skila skattframtali.​
  • Ríkisskattstjóri býður reglulega upp á námskeið fyrir þá sem eru að hefja eigin rekstur, www.rsk.is/atvinnurekstur/ad-hefja-rekstur/

 Atvinnuleit

  • Þó að atvinnuleysi sé venjulega lítið á Íslandi getur verið samkeppni um störf. ​
  • Flest störf eru auglýst í dagblöðum og/eða á netinu. ​
  • Stór fyrirtæki auglýsa laus störf á heimasíðu sinni eða bjóða upp á að hægt sé að leggja inn umsókn ef starf losnar. ​
  • Vinnumiðlanir eru einnig margar þar sem hægt er að sjá mörg störf í boði. ​
  • Mjög oft á að fylla út umsókn á netinu og láta fylgja (sem viðhengi) ferilskrá, kynningarbréf og vottorð ef á þarf að halda. ​
  • Einnig er hægt að senda tölvupóst beint til fyrirtækis, hringja eða mæta á staðinn til að sækja um starf eða biðja um atvinnuviðtal. ​
  • Boðað er í atvinnuviðtal með tölvupósti eða símtali. ​
  • Starfsumsókn þarf að innihalda:​
  • Kynningarbréf þar sem kemur fram stutt kynning á einstaklingnum, upplýsingar um faglegan bakgrunn ef við á og rök fyrir hæfni og áhuga fyrir starfinu.​
  • Ferilskrá (CV) – það er skrifað yfirlit yfir menntun og starfsreynslu. Þar eiga að vera upplýsingar um:​
    • Persónuleg atriði (mynd, nafn, kennitala, netfang og símanúmer) og persónulega hagi ef maður vill.​
    • Menntun​
    • Starfsreynslu​
    • Tungumálakunnáttu​
    • Annað sem kann að skipta máli​
    • Meðmælendur

Þáttur innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði

  • Innflytjendur á Íslandi eru frá öllum heimshornum en Pólverjar eru langfjölmennasti hópur innflytjenda. ​
  • Oft reynist innflytjendum erfitt að fá menntun sína metna til jafns við íslenskar prófgráður. Hægt er að fá sækja um vottun á prófskírteinum hjá viðeigandi fagfélagi í gegnum mennta- og menningarmálaráðuneytið. ​
  • ENIC/NARIC skrifstofan veitir ráðgjöf varðandi mat á fyrra námi. www.enic-naric.net
  • Raunfærnimat fyrir m.a. iðngreinar og fleiri störf er á vegum framhaldsfræðslunnar. www.idan.is

 Innflytjendur á vinnumarkaði

  • Það er mikilvægt að læra íslensku eins vel og hver getur og nýta tækifæri til að æfa sig. Jafnvel lágmarkskunnátta hjálpar til við að fá vinnu. ​
  • Íslenskt samfélag er að aðlagast fjölmenningarlegu samfélagi og stundum eru stjórnendur fyrirtækja hikandi við að veita innflytjendum tækifæri á vinnumarkaði. ​
  • Þörfin fyrir fjölbreytt menntunar- og starfsþjálfunarúrræði fyrir fólk af erlendum uppruna eykst eftir því sem fólki af erlendum uppruna fjölgar á Íslandi. ​
  • Þörf er fyrir nám sem sameinar íslenskunám og grunnnám, nám á framhalds- og háskólastigi eða starfstengt nám.​

 

Má bæta efnið á síðunni?