Fara í efni

Barnauppeldi​

  • Hugmyndir um barnæskuna og barnauppeldi hafa breyst í gegnum tíðina. ​
  • Nú til dags er bernskan tími leiks og lærdóms. Foreldrar vilja eyða tíma með börnum sínum og vita sem mest um hvað fer fram í skóla og frístundalífi barna sinna. ​
  • Samvinna milli heimilis og leikskóla/skóla er mikilvæg.​
  • Flestir foreldrar vilja líka þekkja vini barna sinna og foreldra þeirra. ​
  • Á Íslandi eiga foreldrar oft í óformlegum samskiptum í gegnum samskiptamiðla í tengslum við vinskap eða frístundastarf barna sinna. ​
  • Börn læra margt utan heimilis og verða fyrir áhrifum af samfélaginu. Mikilvægt er að leyfa börnum að tjá sig um sínar upplifanir, skoðanir og vangaveltur. ​
  • Flestum foreldrum finnst uppeldið stundum taka á. ​
  • Líkamlegar refsingar eru ólöglegar á Íslandi. Hvorki kennarar né foreldrar mega beita börn líkamlegum refsingum. ​
  • Heilsugæslan og félagsþjónustur sveitarfélaga bjóða upp á góð námskeið fyrir foreldra um uppeldi sem virkar og leiðir til að laða fram jákvæða hæfni. Dæmi: www.heilsugaeslan.is/serthjonusta/namskeid/uppeldi-sem-virkar
  • Í uppeldi er gott að hafa rútínu og fáar en skýrar reglur um hvað má og má ekki – og fylgja þeim. Til að styrkja jákvæða hegðun er nauðsynlegt að taka eftir henni og hrósa börnum þegar vel gengur. ​
  • ADHD (athyglisbrestur og ofvirkni) er dæmi um röskun sem getur valdið vanlíðan og erfiðleikum hjá börnum bæði í einkalífi og skóla og hægt er að fá hjálp með. www.adhd.is
  • Síðan www.heilsuvera.is er opinber síða með ógrynni af gagnlegum upplýsingum og fræðsluefni um líkamlega og andlega heilsu og þroska fyrir öll æviskeið. ​
  • Einnig er hægt að leita ráða hjá fagfólki eða vinum, lesa greinar eða bækur, hlusta á fyrirlestra, sækja námskeið eða finna (áreiðanlegar) upplýsingar á netinu. ​

Unglingar

  • Unglingsárin frá 13-18 ára reyna oft á bæði unglingana og foreldra þeirra. ​
  • Sjálfsmyndin er í mótun og ungt fólk er áhrifagjarnt. ​
  • Rannsóknir sýna að áhrifaríkasta forvörnin gegn áfengis- og vímuefnanotkun ungs fólks er jákvæð samvera með foreldrum og skipulagt íþrótta- og frístundastarf.
  • Það er mikilvægt að taka eftir breytingum á hegðun ungmenna og leita strax aðstoðar, t.d. hjá skóla, heilsugæslu, sálfræðingi eða viðurkenndum samtökum ef þörf er á.

Síma- og skjánotkun barna og unglinga

  • Börn í dag alast upp í umhverfi sem er hlaðið tækjum og tækninýjungum. Með skynsamri umgengni við þessi tæki geta þau verið hluti af góðu uppeldi. ​
  • Fyrstu kynni barna af snjalltækjum ættu alltaf að fara fram undir handleiðslu fullorðinna og skjátími barna er á ábyrgð foreldra. ​
  • Of mikill skjátími getur haft neikvæð áhrif þegar hann kemur í stað jákvæðrar virkni, svo sem félagslegra samskipta, hreyfingar, nægilegs svefns og heilbrigðs lífernis. Sjá leiðbeiningar um skjátíma út frá aldri barna. ​

www.heilsuvera.is/efnisflokkar/throskaferlid/uppeldi-barna/skjarinn-og-bornin

 Útivistartími barna og unglinga

  • Reglur eru um útivistartíma barna og ungmenna:​
    • Börn yngri en 13 ára eiga ekki að vera úti á almannafæri eftir klukkan 20.00​
    • Unglingar á aldrinum 13-16 ára skulu ekki vera á almannafæri eftir klukkan 22.00, nema þeir séu að fara beint heim eftir viðurkennda skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. ​
    • Á tímabilinu frá 1. maí til 1. september lengist útivistartíminn um tvær klukkustundir fyrir báða hópa (til kl. 22.00 og miðnættis). ​
    • Foreldrar hafa rétt á að hafa útivistartíma barna sinna styttri. www.samanhopurinn.is

 Frelsi barna og unglinga

  • Mörgum sem flytja til Íslands finnst frelsi barna og unglinga á Íslandi mikið. ​
  • Börn og unglingar eru oft úti að leika sér eftirlitslaus og á sumrin eru þau stundum úti fram á kvöld. ​
  • Samfélagið á Íslandi er almennt talið mjög öruggt og vegna fámennis hafa börn getað farið meira einsömul eða með vinum um nærumhverfi sitt en í mörgum öðrum löndum. ​
  • Ávallt skal þó miða við aldur og þroska barna til að vera ein úti og tryggja öryggi þeirra. ​
  • Mikilvægt er fyrir öll börn að hafa ramma, t.d. ákveðinn tíma sem þau eiga að koma heim, tíma fyrir heimanám, matartíma og háttatíma. ​

 Þátttaka í frístundastarfi skiptir máli

  • Að taka þátt í frístundastarfi, t.d. íþróttum hjálpar börnum og unglingum á margan hátt, m.a. með:​
    • Að eignast vini.​
    • Að læra og æfa sig í íslensku.​
    • Að eignast sameiginlega reynslu með skólafélögum sínum. ​
    • Að öðlast nýja færni. ​
  • Rauði krossinn og fleiri samtök veita styrki fyrir frístundastarfi flóttabarna og/eða efnalítilla fjölskyldna. Einnig er hægt að fá leiðsögu- og tungumálavin í gegnum R.k. https://www.raudikrossinn.is/verkefni/innanlandsverkefni/flottafolk-og-innflytjendur/flottafolk-og-innflytjendur/to-do/
  • Það er mikilvægt að finna að maður tilheyri samfélaginu sem maður býr í. Það gerist til dæmis með því að taka þátt í sömu hlutum og aðrir og sitja þar við sama borð og þeir. ​
  • Í íþróttum eða ýmsu frístundastarfi reynir ekki eins mikið á íslenskukunnáttu og í skólanum svo börn og unglingar hafa tækifæri til að blómstra frá upphafi búsetu sinnar á Íslandi með þátttöku í slíku starfi.​
Má bæta efnið á síðunni?