Fara í efni

Mentor kerfið​

 • Rafræna kerfið Mentor er notað í grunnskólum til að halda utan um mætingar og fjarvistir, verkefnaskil og frammistöðu nemenda. ​
 • Foreldrar hafa aðgang að Mentor kerfinu. Þar geta þeir skráð veikindi og fylgst með hvernig börnum þeirra gengur í skólanum. ​
 • Í Mentor er líka hægt að sjá nöfn allra bekkjarfélaganna og símanúmer og/eða netföng foreldra þeirra. ​
 • Mentor er líka til sem app í snjallsíma. ​
 • Það er best að nota rafræn skilríki til að komast inn í kerfið. ​

ww.mentor.is

Samskipti í skólanum

 • Enginn kennari eða starfsmaður skóla má beita nemendur líkamlegum refsingum undir neinum kringumstæðum. ​
 • Agi í skólastarfi byggir á samskipta- og umgengnisreglum hvers skóla. Kennarar og börn eiga að sýna hvort öðru virðingu í samskiptum.​
 • Ef hegðunar- eða agavandamál eru mikil er leitað leiða til úrbóta með skólastjórnendum, foreldrum og fagaðilum ef á þarf að halda. ​
 • Einelti í skólum er litið alvarlegum augum og hafa grunnskólar áætlun til að bregðast við slíku. ​

Börn með íslensku sem annað mál: Móðurmálið

 • Móðurmál hvers barns er mikilvægt og lykill að samskiptum við þá sem standa barninu næst. ​
 • Góður grunnur í móðurmáli hefur margvísleg áhrif á þroska barna. ​
 • Foreldrar þurfa að nota og örva móðurmál barna sinna frá fæðingu. ​
 • Móðurmál. Samtök um tvítyngi standa fyrir tungumálakennslu fyrir börn á mörgum tungumálum. www.modurmal.com

Börn með íslensku sem annað mál: Íslenskan

 • Góð kunnátta í íslensku er mikilvæg til að skólaganga gangi vel á öllum skólastigum. ​
  • Foreldrar þurfa að taka heilshugar þátt í skóla- og heimanámi barna sinna og gera ráð fyrir tíma fyrir það. Reglufesta, raunhæf markmið, jákvæð hvatning og hrós eru mikilvæg. ​
  • Heimalestur 5x í viku þar sem börn lesa upphátt fyrir foreldri/eldra systkini skiptir miklu máli. ​https://mml.reykjavik.is/
 • Það er nauðsynlegt að nota einnig tímann fyrir utan skóla til að efla og örva íslensku, meðal annars með því að: ​
  • Láta börn horfa á sjónvarps- og stafrænt efni á íslensku og með íslenskum texta.​
  • Nota öpp og leiki sem æfa íslensku, lesskilning og aðrar námsgreinar, t.d. á www.menntamalastofnun.is og www.fraedslugatt.is
  • Hvetja börn til að lesa bækur á íslensku og fara á bókasafnið. ​
  • Taka þátt í leikjum og frístunda- og íþróttastarfi með skólafélögum og vinum. ​
 • Það þarf að leggja hart að sér í nýjum aðstæðum til að ná árangri – það á líka við um börn. Áhugi og stuðningur foreldra skiptir þar máli. ​

Þjónusta og kostnaður

 • Skólahjúkrunarfræðingur starfar í grunnskólum. Hann fræðir börn um heilsutengd málefni og börn geta leitað þangað ef þau meiða sig. ​
 • Sálfræðingar, kennsluráðgjafar og námsráðgjafar starfa líka við og fyrir grunnskóla. ​
 • Grunnskóli er gjaldfrjáls. Börn fá allar kennslubækur að láni, auk verkefnahefta og ritfanga. Ríki og sveitarfélög greiða allan kostnað við rekstur skóla. ​
 • Foreldrar borga fæðisgjald fyrir heitan hádegismat sem börnin fá í skólanum. Börn mega koma með nesti í staðinn. ​
 • Foreldrasamtöl eru haldin tvisvar á ári, með túlki ef á þarf að halda. ​

 Jafnrétti til náms

 • Í lögum um grunnskóla segir að öll börn, óháð getu eða námsörðuleikum, eigi rétt á námi við hæfi í sínum hverfisskóla. ​
 • Í lögum segir að börn með annað móðurmál en íslensku eigi rétt á íslenskukennslu við hæfi. ​
 • Sérskólar eru einnig starfandi fyrir börn með þroskaskerðingu, en þeir geta hentað betur en almennur skóli í sumum tilvikum. ​
 • Grunnskólar verða að fylgja námskrá ráðuneytisins. Það þýðir að börn eiga að fá jafngóða menntun hvar sem þau búa. Áherslur eru þó mismunandi milli skóla. ​

 Gott að vita

 • Skólaárið er frá lokum ágúst fram yfir miðjan júní. ​
 • Muna skóladagatalið í hverjum skóla – ekki senda börn í skólann á frídögum! ​
 • Það er 2-3ja daga vetrarfrí í skólum bæði á haust- og vorönn. Það er líka jólafrí og páskafrí. ​
 • Nokkrir starfsdagar eru á hverju skólaári þegar það er ekki skóli en kennarar vinna að skipulagningu skólastarfsins. ​
 • Það er hægt að borga fyrir gæslu á frístundaheimilum þegar það eru starfsdagar og jóla- og páskafrí fyrir utan lögbundna frídaga. ​
 • Það er mætingarskylda í grunnskólum. Það þarf að sækja um frí ef það er fyrir utan lögbundna frídaga. ​
 • Það er einnig skylda að tilkynna veikindi barns í gegnum Mentor eða á skrifstofu skólans. ​
Má bæta efnið á síðunni?