Fara í efni

Fjölmiðlar

  • Allir hafa aðgang að fjölmiðlum og samfélagsmiðlum á netinu. ​
  • Það er mikilvægt að hafa í huga að ekki eru allar upplýsingar á netinu sannar eða réttar. ​
  • Gott er að nota vefsíður opinberra aðila á Íslandi til að fá réttar upplýsingar, t.d. www.covid.is, www.vedur.is, www.island.is
  • Ein leið til að verða virkari þátttakandi í nýju samfélagi er að fylgjast með fréttum þar. Það er líka gott til að æfa íslensku. ​
  • Á www.ruv.is og í sjónvarpinu eru fréttir og mikið af efni fyrir börn og fullorðna, sumt með íslenskum texta. RÚV er ríkisstofnun. ​
  • www.grapevine.is er fréttamiðill á ensku með fréttir og efni sem tengist íslensku samfélagi og einnig Iceland Monitor - monitor.is (mbl.is). Margir fleiri miðlar eru vinsælir meðal almennings á Íslandi. ​

Jafnrétti

  • Þegar talað er um jafnrétti er oft átt við jafnan rétt og tækifæri karla og kvenna. ​
  • Nú til dags er þó átt við jafnrétti í víðari skilningi og oft talað um jafnræði: Allir skulu hafa sömu réttindi og tækifæri óháð aldri, uppruna, fötlun, kyni, trú og kynhneigð.​
  • Jafnrétti þýðir meðal annars, að hafa sömu tækifæri til að hafa áhrif og leggja sitt af mörkum, að ábyrgð og að byrðum sé úthlutað jafnt og að fólk þurfi ekki að óttast misnotkun eða ofbeldi.​

Málfrelsi

  • Málfrelsi þýðir að allir megi tjá skoðanir sínar um stjórnmál, trúmál og önnur málefni án þess að óttast ofsóknir.​
  • Málfrelsi gildir jafnt fyrir einstaklinga og útvarp, sjónvarp, dagblöð og samfélagsmiðla.​
  • Það er samt ólöglegt að tala niðrandi um fólk vegna uppruna þess eða mismuna fólki í opinberri umræðu, bæði í töluðu og skrifuðu máli. ​

Lagavernd

  • Íbúar Íslands njóta lagaverndar. Það þýðir m.a. að:​
    • Það er ekki hægt að dæma neinn í fangelsi án þess að fá réttláta málsmeðferð. Það þýðir að málið er rekið fyrir dómi af lögmönnum og að óháðir dómarar ákveða hvort hinn ákærði er sekur. Í kjölfar dóms er refsing ákveðin. ​
  • Þó er hægt að halda fólki í varðhaldi á meðan lögreglan rannsakar mál. Dómari þarf að úrskurða um varðhald. ​
  • Allir sem hafa stöðu sakbornings eiga rétt á því að fá lagalega ráðgjöf við yfirheyrslur. ​
  • Manneskja sem gefur skýrslu fyrir dómi og kann ekki nógu vel íslensku á rétt á túlki á kostnað ákæruvaldsins.

Trúfrelsi og félagafrelsi

  • Trúfrelsi er frelsi einstaklinga til að velja hvaða trúfélagi þeir vilja tilheyra eða að standa utan trúfélaga. Á Íslandi ríkir trúfrelsi en þjóðkirkjan er evangelísk-lúthersk. Þjóðkirkjan er stærst og sú kaþólska næst stærst en fjölmörg önnur trúfélög eru virk. ​
  • Ekki má þvinga aðra manneskju til að taka þátt í eða hætta í trúfélagi. ​
  • Það sem skiptir mestu máli varðandi félagafrelsi er: ​
    • Réttur til að vera í stjórnmálaflokki eða samtökum án þess að þurfa að óttast ofsóknir eða að verða handtekinn. ​
    • Réttur til að vera í verkalýðsfélagi án þess að þurfa að óttast ofsóknir eða að verða handtekinn.​
    • Réttur til að tjá skoðanir sínar í löglegum mótmælum.

 Mannréttinda- og ráðgjafaskrifstofur

  • Á Íslandi er starfrækt Mannréttindaskrifstofa Íslands. Skrifstofan er óháð stofnun sem vinnur m.a. að framgangi mannréttinda. ​
  • Skrifstofan hefur einnig eftirlitshlutverk með stöðu mannréttinda á landinu. Lögfræðiráðgjöf er fyrir innflytjendur.​
  • Reykjavíkurborg rekur mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu sem sér um að fylgja eftir mannréttindastefnu borgarinnar.​
  • Fjölmenningarsetur (Multicultural and Information Centre) er með símaráðgjöf í síma 450 3090 og öflugan upplýsingavef á nokkrum tungumálum, www.mcc.is

 Velferðarkerfi

  • Á Íslandi er svokallað velferðarkerfi sem tekur til áríðandi þátta m.a. varðandi lífsgæði, menntun og heilsuvernd og eru þeir fjármagnaðir í gegnum skattkerfið. ​
  • Í velferðarríki úthluta ríki og sveitarfélög fjármunum til að allir íbúar njóti grundvallargæða eins og húsnæðis, matar, læknisaðstoðar og menntunar. Og það byggir á því að allir sem vinna borgi skatta.​
  • Einstaklingur safnar líka réttindum fyrir sig og á rétt á orlofi og getur fengið atvinnuleysisbætur og sjúkrapeninga ef hann missir vinnuna eða slasast.​
  • Ef fólk er lengi veikt er hægt að sækja um sjúkradagpeninga til Sjúkratrygginga Íslands eða endurhæfingarlífeyri til Tryggingastofnunar ríkisins. Örorkulífeyrir er ætlaður einstaklingum á aldrinum 18-67 ára sem geta ekki unnið fulla vinnu sökum skertrar starfsgetu. ​
  • Þeir sem eru 65 ára og eldri og hafa búið á Íslandi í minnst þrjú ár eiga rétt á ellilífeyri.​

Ríki og sveitarfélög

  • Íslenska ríkið ber ábyrgð á fjármálum landsins, utanríkisstefnu, dómsmálum og kosningum svo eitthvað sé nefnt. Það mótar stefnur í flestum málum íslensk samfélags svo sem varðandi efnahagsmál, almannaöryggi, menntamál, heilbrigðismál, náttúruvernd, mannréttindi, vísindi og nýsköpun.​
  • Sveitarfélög á Íslandi eru rúmlega 70 og í hverju þeirra eru margir bæir og þorp. Þau sjá m.a. um: ​
    • rekstur leikskóla, grunnskóla og félagsstarf barna ​
    • fræðslu og aðstoð þegar erfiðleikar steðja að fjölskyldum sem geta t.d. sótt um tímabundna fjárhagsaðstoð til sveitarfélagsins og fengið aðstoð að uppfylltum ákveðnum skilyrðum​
    • þjónustu og búsetuúrræði fyrir aldraða og fatlaða​
    • sorphirðu, sundlaugar, bókasöfn, íþróttahús, almenningssamgöngur, skipulagsmál og margt fleira​

 Vinnumálastofnun

  • Vinnumálastofnun sér um að aðstoða fólk sem missir vinnuna og er í atvinnuleit. Hjá henni er hægt að sækja um atvinnuleysisbætur og fá náms- og starfsráðgjöf. ​
  • Sá sem er á atvinnuleysisbótum þarf alltaf að vera virkur í atvinnuleit og vera tilbúinn til að taka þátt í vinnumarkaðsaðgerðum, til dæmis að fara á námskeið eins og íslenskunámskeið. ​
  • Hjá Fæðingarorlofssjóði sækja verðandi foreldrar líka um fæðingarorlof. Fjárupphæðin sem foreldrar fá fer eftir því hvort fólk hefur verið í fastri vinnu og hversu mikið það hefur fengið greitt fyrir hana. Fyrir þá sem hafa ekki verið í fastri vinnu eða námsmenn er hægt að sækja um fæðingarstyrk. ​
Má bæta efnið á síðunni?