Fara í efni

Atvinnulíf

Atvinnulíf - almennt

 • Á Íslandi er að öllu jöfnu lítið atvinnuleysi, eða um 3%.​
 • Í Covid-19 faraldrinum jókst atvinnuleysi gríðarlega, sérstaklega meðal útlendinga. Það má að hluta til rekja til þess að margir útlendingar störfuðu í ferðaþjónustu og veitingageiranum en störf í þessum greinum hurfu að miklu leyti. ​
 • Ríkisborgarar innan EES (Evrópska efnahagssvæðið) þurfa ekki atvinnuleyfi á Íslandi.​
 • Allt launafólk þarf að hafa kennitölu og skráð lögheimili í Þjóðskrá. www.skra.is. ​

Ávinningur samfélagsins

 • Öflugt atvinnulíf skiptir alla máli í samfélaginu. ​
 • Því fleiri sem eru starfandi á vinnumarkaði því hærri tekjur fá ríkið og sveitarfélög í formi skatta. ​
 • Skatttekjur eru notaðar til að reka skóla, heilsugæslu, spítala, í vegagerð, greiða félagslegar bætur og ótal margt annað. ​
 • Því fleiri sem vinna þýðir einnig að minna opinbert fé er notað í útgjöld eins og atvinnuleysisbætur og félagslegar bætur. ​

Ávinningur einstaklinga

 • Fyrir flest fullorðið fólk skiptir miklu máli að vera í starfi. ​
 • Starf veitir:​
  • Fjárhagslegt svigrúm.​
  • Innihaldsríkara daglegt líf.​
  • Félagslega stöðu og tengsl.​
  • Möguleika á að nýta hæfileika sína.​
  • Réttindi og hlunnindi á ýmsum sviðum.​
  • Möguleika á því að leggja sitt af mörkum. ​

Réttindi og skyldur á vinnumarkaði

 • Lög eru sett á alþingi og ákveðin lagaákvæði gilda fyrir alla atvinnurekendur og launafólk. ​
 • Öllum atvinnurekendum er skylt að fara eftir vinnumarkaðslöggjöf varðandi ráðningar og samninga, vinnutíma, fjarveru frá vinnu, heilsu, öryggi og vinnuumhverfi. ​
 • Starfsmenn hafa einnig skyldur og bera m.a. ábyrgð á því að sinna störfum sínum vel, leggja sitt af mörkum til að skapa gott vinnuumhverfi og taka þátt í skipulagðri vinnu tengdri öryggis- og umhverfismálum á vinnustaðnum. ​
 • Launafólk (í gegnum stéttarfélög) og atvinnurekendur gera kjarasamninga sín á milli. Sérstakir samningar eru gerðir fyrir ákveðnar starfsgreinar. ​
 • Launafólk ávinnur sér réttindi eftir því hvað það hefur verið lengi í vinnu og á vinnumarkaði. ​
 • Starfsaldur og lífaldur skiptir bæði máli hvað varðar ýmis réttindi, t.d. lengd launaðs sumarfrís. ​
 • Réttindi eins og frídagar, endurgreiðslur vegna náms, veikindaleyfi, greiðslur úr lífeyrissjóði vegna veikinda og atvinnuleysisbætur eru metin út frá aldri og áunnum réttindum. ​
 • Greiðslur úr fæðingarorlofssjóði eru tengdar lengd og starfshlutfalli á íslenskum vinnumarkaði (lágmark 6 mánaða vinna fyrir fæðingu barns). Einnig er hægt að sækja um fæðingarstyrk, en það er lág upphæð. ​

Stéttarfélag – hvað er það?

 • Starfsmenn á vinnumarkaði hafa sín eigin stéttarfélög. ​
 • Sum stéttarfélög eru fagtengd og einungis fyrir eina starfsstétt, t.d. Læknafélag Íslands. ​
 • Stærstu stéttarfélögin á Íslandi eru fyrir margar starfsstéttir. VR, Efling og Sameyki eru stærstu stéttarfélögin. ​
 • Stéttarfélög semja við atvinnurekendur um laun, vinnutíma og réttindi fyrir hönd félagsmanna sinna. ​

Stéttarfélög – ávinningur félagsmanna

 • Tilgangur stéttarfélaga er fyrst og fremst að vinna að bættum kjörum og auknum réttindum félagsmanna sinna. ​
 • Stéttarfélög eiga sumarbústaði og orlofsíbúðir út um allt land sem félagsmenn geta leigt í nokkra daga fyrir lítið fé. Hjá mörgum stéttarfélögum er hægt að kaupa ferðaávísun sem gildir sem hærri upphæð upp í flugmiða. ​
 • Það er frábært að skreppa í frí í fallegt umhverfi og slaka á. Allir eiga rétt á að leigja sumarbústað eða orlofsíbúð. Húsin eru með öllum búnaði og oftast með heitum potti. ​
 • Stéttarfélög reka líka fræðslusjóði og sjúkrasjóði sem félagsmenn geta sótt í vegna náms eða kostnaðar vegna t.d. íslenskunámskeiða, heilsuræktar, sjúkraþjálfunar, sálfræðikostnaðar eða gleraugna. ​
 • Reglur um þetta eru mismunandi eftir stéttarfélögum. ​
 • Stéttarfélög styrkja einnig dvöl á sjúkrahóteli fyrir þá sem búa úti á landi og þurfa að sækja sér læknismeðferð í Reykjavík. ​
 • Allir geta fengið aðstoð hjá sínu stéttarfélagi ef þeir eru ekki vissir um réttindi sín eða halda að brotið hafi verið á réttindum þeirra (t.d. hvað varðar kjarasamninga). ​
 • Félagsmenn í stéttarfélagi greiða félagsgjald sem er lágt. Það er dregið af laununum. ​
 • Það er ekki skylda að vera í stéttarfélagi en ávinningurinn er ótvíræður. ​
 • Þótt maður missi starf er hægt að halda áfram að greiða í stéttarfélag og viðhalda réttindum sínum þar. ​
 • ASÍ eru stærstu heildarsamtök launafólks á Íslandi. www.asi.is Stéttarfélög eiga aðild að samtökunum. ASÍ er samstarfsvettvangur aðildarfélaga og kemur fram fyrir hönd þeirra í sameiginlegum málum gagnvart stjórnvöldum og samtökum atvinnurekenda (SA). www.sa.is, ​

Trúnaðarmaður – hvað er það?

 • Trúnaðarmaður er tengiliður starfsfólks við stéttarfélag og atvinnurekenda. ​
 • Trúnaðarmaður er starfsmaður sem er valinn af samstarfsfólki sínu og er bundinn trúnaði við það. ​
 • Hlutverk hans er m.a. að miðla upplýsingum frá stéttarfélagi og vera til staðar fyrir starfsmenn hvað varðar upplýsingar og aðstoð tengt réttindum og skyldum starfsmanna. ​
 • Ef þú heldur að það sé verið að brjóta á réttindum þínum í vinnunni skaltu leita til trúnaðarmanns á vinnustaðnum eða beint til stéttarfélagsins þíns. ​

Myndband

Má bæta efnið á síðunni?