Fara í efni

    Samvinna heimilis og skóla​

    • Samvinna heimilis og skóla er mikilvæg. https://reykjavik.is/foreldravefurinn​
    • Börn, foreldrar og kennarar þurfa að tala saman og vera í samskiptum um það hvernig gangi í skólanum. Það má alltaf hringja eða senda kennara tölvupóst og fá upplýsingar um nám, hegðun eða líðan barns. ​
    • Það er mikilvægt að foreldrar fylgist vel með heimanámi barna sinna og hjálpi þeim að sinna því vel. ​
    • Læsi er undirstaða fyrir allt nám. Öll börn eiga að lesa heima, upphátt fyrir foreldri, a.m.k. fimm sinnum í viku. ​
    • Á www.mms.is og www.fraedslugatt.is er mikið af ókeypis efni fyrir börn í grunnskóla til að æfa ýmsar námsgreinar.​
    • Foreldrar velja bekkjarfulltrúa í bekk eða árgangi sem skipuleggja viðburði fyrir bekkinn og foreldra að gera eitthvað saman. ​
    • Foreldrafélög eru starfandi í skólum. Þau skipuleggja t.d. fræðslufundi fyrir foreldra og hverfarölt um helgar. ​
    • Facebook hópar foreldra eru algengir í skólastarfi. Þar er t.d. boðið í afmæli bekkjarfélaga eða auglýst eftir týndum fötum eða hlutum. ​
    • Foreldrar þurfa að fylgjast vel með tölvupóstum frá skólanum og kennurum, heimasíðu skólans og upplýsingum í Mentor. ​

    Frístundaheimili

    • Öll sveitarfélög bjóða upp á vist á frístundaheimili eftir skóla fyrir börn í 1.-4. bekk frá kl. 13.30-17.00 mánudaga til föstudaga​
    • Fyrir fötluð börn og ungmenni er lengd viðvera einnig í boði eftir skóla frá 5. bekk til 18 ára aldurs. https://www.stjornarradid.is/verkefni/felags-og-fjolskyldumal/fatlad-folk/leidbeinandi-reglur-fyrir-sveitarfelog/
    • Það er nauðsynlegt að skrá börnin sín í frístund og velja klukkan hvað þau eru sótt eða hvort þau eigi að ganga heim. ​
    • Skráning er oftast rafræn í gegnum vef sveitarfélagsins. ​
    • Frístund er ekki ókeypis. Gjaldið fer eftir hverju sveitarfélagi fyrir sig. ​
    • Það er frjálst val að nýta frístundaheimili en margir foreldrar nýta frístund eftir skóla því þeir eru að vinna. ​

    Hvað er gert á frístundaheimilum?

    • Frístundaheimili eru afar mikilvæg fyrir félagsþroska barna og tungumálaörvun. ​
    • Á frístundaheimilum er faglegt og fjölbreytt starf, börnin t.d.:​
      • Spila, föndra og gera árstíðabundin verkefni.​
      • Leika sér saman, úti og inni.​
      • Taka þátt í hópastarfi eins og jógaklúbbi, leiklist eða tölvuklúbbi.​
    • Börnin fá léttan mat (til dæmis AB mjólk og múslí eða brauð og álegg) og einnig ávexti og grænmeti yfir daginn. ​
    • Í bæði skóla og í frístund fara börnin út á hverjum degi og eiga að vera klædd eftir veðri. Börnin eru alltaf undir eftirliti.
    • Í stærri bæjarfélögum er gjarnan frístundarúta sem keyrir börn frá frístundaheimilum á íþróttaæfingar eða annað skipulagt frístundastarf innan hverfisins. (Foreldrar sækja börnin sín eða þau fara sjálf heim). ​
    • Nokkrir starfsdagar fyrir starfsfólk eru á frístundaheimilum á hverju skólaári. Þá er ekki opið fyrir börnin. ​
    • Á sumrin þegar skólinn er lokaður eru frístundaheimilin með sumarnámskeið fyrir börn. Þá er oft farið í sund og vettvangs- og ævintýraferðir. Það þarf að skrá börn á sumarnámskeið og greiða fyrir þau. ​
    • Mörg íþróttafélög og fleiri félög bjóða upp á sumarnámskeið fyrir börn.

    Mikilvægi frístundastarfs fyrir börn

    • Rannsóknir sýna að börn sem tala íslensku sem annað mál taka lítinn þátt í íþrótta- eða frístundastarfi fyrir börn. ​
    • Að taka þátt í frístundastarfi fyrir utan skólann skiptir miklu máli fyrir öll börn. ​
    • Þau þjálfa færni og hæfileika á nýjum sviðum, þau þjálfa félagsleg tengsl, eignast vini og læra og nota íslensku á fjölbreyttari hátt en eingöngu í skólanum. ​
    • Börn af erlendum uppruna sem stunda frístundastarf eru þátttakendur í sameiginlegum reynsluheimi með bekkjarfélögum sínum sem er mikilvægt fyrir aðlögun að nýju samfélagi. ​
    • Skipulagt íþrótta- og frístundastarf á Íslandi er faglegt og áhersla lögð á góð samskipti, samvinnu og hollt líferni. ​
    • Í öllum hverfum Reykjavíkur og í öllum bæjum eru starfandi íþróttafélög. Þau bjóða upp á íþróttastarf fyrir börn. Fótbolti og handbolti er t.d. vinsæl íþrótt hjá bæði strákum og stelpum. ​
    • Tónlistarskólar, fimleikafélög, sundfélög, dansskólar, karatefélög og skátafélög eru dæmi um félög sem bjóða upp á námskeið fyrir börn.​
    • Foreldrar taka gjarnan virkan þátt í frístundastarfi barna og fara með þeim á íþróttamót, tónleika eða sýningar. ​
    • Oft er fjölbreytt foreldrastarf hluti af frístundastarfi barna – og það er góð leið til að kynnast öðrum foreldrum og til að æfa íslenskuna. ​
    • Munið eftir frístundastyrknum! ​
    Má bæta efnið á síðunni?
    Choose language
    This page is available in the following languages: